Smásögur

Við tjaldskör tímans: Ritstýrð sagnfræði

Við tjaldskör tímans: Ritstýrð sagnfræði eftir Matthías samanstendur af samhangandi frásögnum, hugleiðingum og ljóðum um lífið, tilveruna þar sem sérstök áhersla er tenging við bókmenntaarfinn og hinar fornu hetjur þjóðveldisins. Gerir Matthías þetta listavel enda hefur hann lifað og hrærst í þessum gömlu textum í langan tíma og auk þess verið í lykilstöðu til að rýna í samtímann. Allir þeir sem hafa gaman af sögu og samtíð þessa lands ættu að lesa þessa bók.

Matthías býr yfir þeim fágæta eiginleika að sjá undir yfirborð hlutanna og gefa okkur nýja sýn á hluti sem áður virtust ósköp einfaldir og lítt áhugaverðir. Það er fáum gefið.